Fyrsti kapítuli:

Almenn ákvæði

  • 1. gr. Nafn, aðsetur og tilgangur

    1.1. Félagið heitir Framtíðin.

    1.2. Heimili Framtíðarinnar er í Menntaskólanum í Reykjavík, varnarþing Framtíðarinnar er í Reykjavík.

    1.3. Tilgangur Framtíðarinnar er að efla félagsskap og samheldni meðal félagsmanna, að æfa þá í ritsmíði, rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtun og fróðleik.

    1.4. Framtíðin verður ekki lögð niður meðan í henni eru fimm menn eða fleiri.

  • 2. gr. Inntaka í Framtíðina og úrsögn

    2.1. Í Framtíðinni er öllum nemendum Menntaskólans í Reykjavík heimilt að vera.

    2.2. Stjórn Framtíðarinnar skal í upphafi hvers skólaárs gefa mönnum kost á því að ganga í Framtíðina. Stjórn Framtíðarinnar ræður hvernig skráningu er háttað hverju sinni.

    2.3. Félagsmaður telst sá sem æskt hefur inngöngu í Framtíðina og borgað félagsgjald Framtíðarinnar, viðkomandi starfsárs. Hann telst eingöngu genginn úr Framtíðinni

    samkvæmt greinum 2.5 og 2.7.

    2.4. Allir embættismenn Framtíðarinnar þurfa að vera félagar í Framtíðinni á því starfsári sem þeir gegna embættinu.

    2.5. Vilji einhver segja sig úr Framtíðinni skal hann senda stjórn Framtíðarinnar skriflega úrsögn.

    2.6. Félagar Framtíðarinnar teljast áfram félagsmenn eftir að aðalfundi að vori lýkur þar til þeim hefur gefist kostur á að endurnýja félagsréttindi sín, eins og kveðið er á um í grein 2.2.

    2.7. Dimmítendí teljast gengnir úr Framtíðinni um leið og aðalfundi Framtíðarinnar að vori lýkur, um leið og viðkomandi starfsári lýkur.


Annar kapítuli:

Stjórnarskipan og hlutverk

  • 3. gr. Stjórn Framtíðarinnar

    3.1. Stjórn Framtíðarinnar skal skipuð sex félagsmönnum Framtíðarinnar: forseta Framtíðarinnar, ritara Framtíðarinnar, gjaldkera Framtíðarinnar, markaðsstjóra Framtíðarinnar og tveimur meðstjórnendum Framtíðarinnar.

    3.2. Stjórn Framtíðarinnar skal í sameiningu annast alla starfsemi Framtíðarinnar. Heimilt er stjórn Framtíðarinnar að leyfa öðrum félagsmönnum að aðstoða við störf stjórnar ef þurfa þykir. Heimilt er stjórn Framtíðarinnar að skipta með sér verkum ef algert samkomulag næst.

    3.3. Heimilt skal stjórn Framtíðarinnar að leyfa einstökum hópum félagsmanna Framtíðarinnar að starfa að áhugamálum sínum innan vébanda Framtíðarinnar, og heimilt skal að veita slíkum hópum fjárstuðning.

    3.4. Meirihluti stjórnar Framtíðarinnar hefur heimild, á löglegum stjórnarfundum Framtíðarinnar, að ógilda ákvarðanir allra undirfélaga, nefnda og embættismanna snerti ákvarðanirnar starfsemi Framtíðarinnar.

    3.5. Heimilt skal stjórn Framtíðarinnar að bjóða mönnum á hátíðir og dansleiki Framtíðarinnar, í því skyni að styrkja stöðu Framtíðarinnar.

    3.6. Allar ákvarðanir stjórnar Framtíðarinnar, um rekstur og starfsemi Framtíðarinnar, skulu teknar á löglegum stjórnarfundum Framtíðarinnar. Forseti Framtíðarinnar boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Stjórnarfundur telst aðeins löglegur hafi hann verið tilkynntur öllum stjórnarmönnum með hæfilegum fyrirvara. Þegar teknar eru ákvarðanir, á stjórnarfundum Framtíðarinnar, skal reynt að komast hjá atkvæðagreiðslu en þess í stað komast að samkomulagi. Ef atkvæðagreiðslu er ekki hjá komist ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Hver stjórnarmeðlimur Framtíðarinnar hefur eitt atkvæði á stjórnarfundum. Ef atkvæði standa jöfn skal formaður Skrallfélagsins einnig greiða atkvæði svo hægt verði að leysa deiluna.

    3.7. Umboð hinnar nýju stjórnar Framtíðarinnar er viðkomandi starfsár sem hún er kosin til að gegna embættinu. Í þessu felst m.a. að stjórn Framtíðarinnar getur aðeins skuldbundið sig á sínu starfsári.

    3.8. Starfsár Framtíðarinnar hefst með

    aðalfundi að vori og lýkur með aðalfundi að

    vori, að ári liðnu.

    3.9. Að loknu starfsári sínu ber stjórn Framtíðarinnar siðferðisleg skylda að skilja fjármál Framtíðarinnar eftir í viðunandi ástandi.

    3.10. Gildandi lög Framtíðarinnar skulu ætíð liggja frammi hjá stjórn Framtíðarinnar og skulu félagsmenn geta fengið þau þar, sér að kostnaðarlausu. 

    3.11. Komi fram á félagsfundi tillaga um vantraust á stjórn Framtíðarinnar skal fundarstjóri víkja úr sæti, sé hann stjórnarmaður, og fundurinn kjósa nýjan fundarstjóra. Fundarstjóri ásamt einum fulltrúa tillöguflytjenda skal láta fara fram atkvæðagreiðslu um tillöguna. Hljóti tillagan í þeirra atkvæðagreiðslu fylgi 2/3 atkvæðabærra fundarmanna, skal efna til skriflegrar atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna undir stjórn fundarstjóra og ræður í henni einfaldur meirihluti atkvæða. Hljóti vantrauststillagan brautargengi, skal fundarstjóri sjá um nýja stjórnarkosningu, sem fara skal fram líkt og vorkosningar eftir því sem það á við. Fundarstjóra skal heimilt að kveðja félagsmenn með sér til starfa. Þessari kosningu skal vera lokið innan viku frá samþykkt vantrauststillögunnar.

    3.12. Komi fram á félagsfundi tillaga um vantraust á einn eða fleiri innan stjórnar Framtíðarinnar skal fundarstjóri víkja úr sæti sé hann þar á meðal, og fundurinn kjósa nýjan fundarstjóra. Fundarstjórinn skal ásamt einum fulltrúa tillöguflytjenda láta fara fram atkvæðagreiðslu um tillöguna. Hljóti tillagan í þeirri atkvæðagreiðslu fylgi 2/3 atkvæðabærra fundarmanna, skal efna til skriflegrar atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna undir stjórn fundarstjóra og þeirra sem eftir sitja í stjórn, og ræður í henni meirihluti atkvæða. Hljóti vantrauststillagan brautargengi, skal fundarstjóri og þeir sem eftir sitja í stjórn sjá um nýjar kosningar, sem fara skulu fram líkt og vorkosningar eftir því sem það á við. Þeirri kosningu skal vera lokið innan viku frá samþykkt vantrauststillögunnar.

    3.13. Komi meðlimur í stjórn Framtíðarinnar ekki á þrjá löglega stjórnarfundi stjórnar Framtíðarinnar í röð án afsökunar sem afgangur stjórnar Framtíðarinnar tekur gilda telst hann genginn úr stjórn Framtíðarinnar. Um kosningu nýs stjórnarmanns Framtíðarinnar skulu fylgdar sömu reglur og hafi stjórnarmaður Framtíðarinnar sagt af sér embætti.

    3.14. Rektor Menntaskólans í Reykjavík hefur neitunarvald gagnvart ákvörðunum Framtíðarstjórnar, séu þær hugsanlega skaðlegar skólanum, nemendum hans eða starfsfólki.


  • 4. gr. Forseti Framtíðarinnar

    4.1. Forseti Framtíðarinnar hefur yfirumsjón með starfi Framtíðarinnar og stjórnar fundum og öðrum samkomum Framtíðarinnar. Á fundum Framtíðarinnar er þó heimilt að skipa

    fundarstjóra úr hópi fundarmanna.

    4.2. Forseti Framtíðarinnar gætir hagsmuna félagsmanna Framtíðarinnar í hvívetna og skal vera fulltrúi þeirra út á við.

    4.3. Telji forseti Framtíðarinnar embættismann Framtíðarinnar vanrækja skyldur sínar getur hann vikið viðkomandi úr starfi, þó ekki aðila lagatúlkunarnefnd. Fari hinn brottvikni fram á það, er forseta Framtíðarinnar gert að fá þar til samþykki meirihluta atkvæðabærra fundarmanna á félagsfundi Framtíðarinnar sem haldinn skal innan viku frá brottvísuninni. Sé brottvísunin samþykkt, skal innan viku haldinn félagsfundur þar sem kosið verður í embættið sem losnar. Sé brottvísuninni hafnað tekur hinn brottvikni við embætti á ný.

    4.4. Til að lagabreytingar öðlist gildi þurfa þær að bera undirskrift sitjandi forseta.

    4.5. Forseti getur neitað að skrifa undir lagabreytingar sem samþykktar eru á aðalfundi og vísað þeim til skriflegrar kosningar allra kosningabærra félaga Framtíðarinnar. Þetta á þó aðeins um lagabreytingar sem stofna tilvist eða eignum Framtíðarinnar í hættu eða stríða gegn almennu siðferði og allsherjarreglu.

  • 5. gr. Ritari Framtíðarinnar

    5.1. Ritari Framtíðarinnar gegnir störfum forseta Framtíðarinnar í forföllum hans.

    5.2. Ritari Framtíðarinnar ber ábyrgð á að fundargerðir séu skrifaðar og lesnar upp á fundum.

    5.3. Ritari Framtíðarinnar skal einnig sjá um að ritað sé um alla aðra starfsemi Framtíðarinnar og gerðabókum sé komið í vörslu Landsbókasafnsins.

    5.4. Ritari Framtíðarinnar skal halda til haga einu eintaki af öllu prentuðu máli sem um hendur stjórnar Framtíðarinnar fer.

    5.5. Ritari skal vera vörslumaður laganna það ár er hann situr í embætti og bæta inn í lagasafnið samþykktum lagabreytingatillögum jafnóðum.

    5.6. Í lok starfsárs skal fráfarandi ritari skila af sér uppfærðri útgáfu að lagasafni Framtíðarinnar til arftaka síns.

    5.7. Ritari skal ávallt hafa eintak af lögum Framtíðarinnar til taks og útvega sérhverjum félagsmanni þau endurgjaldslaust ef hann æskir svo. Einnig skal hann varðveita allar lagabreytingatillögur, samþykktar sem ósamþykktar, og gæta þess að Framtíðarskrifstofan hafi ávallt að geyma lagasafn Framtíðarinnar á prenti.

    5.8. Ritara er heimilt að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir aðalfund enda breytist ekki merking viðkomandi greina. Leiðréttingar skulu geymdar með lagabreytingum.

  • 6. gr. Gjaldkeri Framtíðarinnar

    6.1. Gjaldkeri Framtíðarinnar gegnir störfum ritara Framtíðarinnar í forföllum hans.

    6.2. Gjaldkeri Framtíðarinnar heimtir félagsgjöld Framtíðarinnar. Gjaldkeri Framtíðarinnar veitir viðtöku öllu því fé sem Framtíðinni kann að áskotnast. Gjaldkeri Framtíðarinnar heldur fénu á vöxtum og annast greiðslur úr félagssjóði. Tekjur skulu lagðar inn á reikning við fyrsta tækifæri.

    6.3. Gjaldkeri Framtíðarinnar skal færa tvöfalt bókhald. Endurskoða skal bókhald Framtíðarinnar hverju sinni af sérfróðum aðila. Gjaldkera Framtíðarinnar ber að sýna viðeigandi fulltrúa skólans bókhald Framtíðarinnar einu sinni á hvoru misseri.

    6.4. Gjaldkeri Framtíðarinnar er bundinn ákvörðunum stjórnar Framtíðarinnar um fjárútlát.

    6.5. Gjaldkeri Framtíðarinnar fer með fjárráð undirfélaga Framtíðarinnar, nefnda Framtíðarinnar og embætta Framtíðarinnar nema annað sé tekið fram. Gjaldkeri Framtíðarinnar hefur umsjón með fjármálum undirfélaga Framtíðarinnar, nefnda Framtíðarinnar og embætta Framtíðarinnar.

    6.6. Gjaldkeri Framtíðarinnar er prókúruhafi Framtíðarinnar ásamt forseta Framtíðarinnar.

    6.7. Gjaldkeri Framtíðarinnar skal hafa náð sjálfræðisaldri þegar hann tekur við embætti.

    6.8. Gjaldkera Framtíðarinnar ber að upplýsa félaga Framtíðarinnar um fjárhagsstöðu félagsins í Skólablaðinu Skinfaxa. Að auki skal gjaldkeri upplýsa stjórn Framtíðarinnar um fjárhagsstöðu og útgjöld félagsins a.m.k. mánaðarlega.

    6.9. Óski félagsmaður eftir því, ber gjaldkera Framtíðarinnar að upplýsa viðkomandi um fjárhagsstöðu félagsins.

    6.10. Ef embættismaður leggur út fyrir útgjöldum fyrir Framtíðina eða undirfélög hennar ber

    gjaldkera eingöngu skylda til að greiða reikninginn til baka hafi embættismaður fengið

    samþykki gjaldkera fyrir útgjöldum fyrirfram.

  • 7. gr. Meðstjórnendur Framtíðarinnar

    7.1. Meðstjórnendur Framtíðarinnar skulu, ásamt öðrum meðlimum stjórnar Framtíðarinnar, hafa umsjón með starfi Framtíðarinnar. Heimilt skal að fela meðstjórnendum Framtíðarinnar störf, sem liggja á starfsviði ritara Framtíðarinnar og gjaldkera Framtíðarinnar, auk annarra starfa.

    7.2. Annar tveggja meðstjórnenda Framtíðarinnar skal gegna hlutverki umsjónarmanns spurningakeppninnar Ratatosks og ræðukeppninnar Sólbjarts. Hinn skal gegna hlutverki umsjónarmanns kynningarmála og vera tengiliður stjórnar við undirnefndir.


  • 8. gr. Markaðsstjóri Framtíðarinnar

    8.1. Markaðsstjóri Framtíðarinnar hefur yfirumsjón með markaðsmálum Framtíðarinnar.

    8.2. Markaðsstjóri sér um fjármögnun helstu viðburða og útgáfu á vegum Framtíðarinnar.

    8.3. Markaðsstjóri í samráði við stjórn Framtíðarinnar skal velja úr hópi umsækjenda í markaðsnefnd Framtíðarinnar.


Þriðji kapítuli:

Undirfélög, nefndir og embætti

  • 9. gr. Almenn ákvæði um undirfélög, nefndir, embættismenn og ráð

    9.1. Aðalfundur Framtíðarinnar hefur rétt til að leyfa einstökum félögum nemenda að starfa

    sem félög innan Framtíðarinnar, enda eru þeir einir félagar í þeim, sem jafnframt eru

    félagar í Framtíðinni. Líta ber á undirfélögin sem hluta af Framtíðinni og starfsemi

    undirfélagana sem hluta af starfsemi Framtíðarinnar.

    9.2. Starfsár undirfélaga Framtíðarinnar fylgja starfsári Framtíðarinnar.

    9.3. Umboð allra embættismanna Framtíðarinnar er eitt starfsár.

    9.4. Mælst er til þess að embættismenn Framtíðarinnar birti tilkynningar um verðandi viðburði

    á sem sýnilegastan hátt, sé það á vefsíðu, appi, samfélagsmiðlum eða annars staðar.

    9.5. Allar fjármálaráðstafanir, sem tengjast starfsemi Framtíðarinnar, skulu teknar í samráði

    við gjaldkera Framtíðarinnar og stjórn Framtíðarinnar.

    9.6. Öllum undirfélögum og nefndum er skylt að taka nýnema inn í stjórn félags eða nefndar.

    Skal það gert að hausti og skulu auglýsingar og viðtöl fara fram í samráði við

    Framtíðarstjórn. Stjórnir félaga eða nefnda velja svo þá/þann nýnema sem þær telja

    hæfasta/n. Ráðningu nýnema í stjórn skal svo tilkynna áður en embættistaka á sér stað.

    9.7. Félagar Framtíðarinnar eru einnig félagar allra undirfélaga Framtíðarinnar.

  • 10. gr. Skemmtinefnd Framtíðarinnar

    10.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Skrallfélag Framtíðarinnar.

    10.2. Tilgangur nefndarinnar er að aðstoða Framtíðarstjórn og vera henni innan handar í öllu

    sem hún tekur sér fyrir hendur.

    10.3. Í Skrallfélaginu skulu sitja allt að 5 aðilar og einn þeirra vera formaður. Taka skal inn

    nýnema að hausti og gæta þess að fjöldi nefndarmanna sé oddatala. Til að ná oddatölu

    má nefndin því taka inn fleiri en einn nýnema.


  • 11. gr. Vísindafélagið

    11.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Vísindafélag Framtíðarinnar.

    11.2. Markmið félagsins er að efla áhuga nemenda Menntaskólans í Reykjavík á vísindum og

    gangast fyrir kynningu á hinum ýmsu greinum vísindanna, til dæmis með fyrirlestrahaldi,

    kynnisferðum, umræðuhópum og útgáfustarfsemi.

    11.3. Þrír sitja í stjórn Vísindafélagsins: forseti Vísindafélagsins, ritari Vísindafélagsins og

    gjaldkeri Vísindafélagsins. Forseti velur sjálfur gjaldkera og ritara vísindafélagsins, sem

    taka þó ekki embætti fyrr en Stjórn Framtíðarinnar hefur samþykkt valið.

    11.4. Forseti Vísindafélagsins boðar stjórnarfundi og stýrir fundum stjórnarinnar. Ritari

    Vísindafélagsins skrifar fundargerðir á stjórnarfundum. Gjaldkeri Vísindafélagsins hefur

    fjármál Vísindafélagsins í sínum höndum og skal halda bókhald fyrir starf félagsins og

    útgáfu De rerum natura. Forseti Vísindafélagsins gegnir störfum annarra stjórnarmanna

    þegar þeirra nýtur ekki við. Hann getur þó skipað aðra stjórnarmenn til þeirra starfa. Segi

    einhver sig varanlega úr stjórn getur forseti Vísindafélagsins skipað annan félaga í

    Vísindafélaginu í hans stað.

    11.5. Stjórn Vísindafélagsins getur gert fyrrverandi félaga í Vísindafélaginu að heiðursfélögum í

    Vísindafélaginu, samþykki hún það með fimm samhljóða atkvæðum. Þá má aðeins gera

    heiðursfélaga í Vísindafélaginu sem að almannaáliti hafa unnið afrek á sínu fræðasviði

    eða hafa unnið Vísindafélaginu sérstakt gagn eftir að þeir hættu að vera félagar í

    Vísindafélaginu.

    11.6. Átta varanlegar deildir eru innan Vísindafélagsins. Þær eru: efnafræðideild,

    eðlisfræðideild, félagsvísindadeild, jarðfræðideild, líffræðideild, málvísindadeild,

    stjörnufræðideild og stærðfræðideild. Sérhver félagi í Vísindafélaginu getur skráð sig í

    eina eða fleiri þessara deilda. Markmið hverrar deildar er að vinna að eflingu þeirrar

    vísindagreinar sem hún er kennd við. Skal Forseti velja einn umsjónarmann hverrar

    deildar.

    11.7. Félagið gefur út tímarit, sem þjónar tilgangi félagsins og nefnist það De rerum natura.

    Stefnt skal að því að gefa ritið út einu sinni á hverju starfsári Vísindafélagsins. De rerum

    natura skal dreift til allra félaga Framtíðarinnar, sem óska þess, þeim að kostnaðarlausu.

    Frekari dreifing De rerum natura skal vera ákveðin af ritstjórn De rerum natura, stjórn

    Vísindafélagsins og stjórn Framtíðarinnar í sameiningu. Forseti Vísindafélagsins skal

    velja ritstjóra De rerum natura sem sjálfur skipar fólk með sér í ritstjórn. Gjaldkeri

    Vísindafélagsins skal jafnframt vera gjaldkeri De rerum natura.

  • 12. gr. Róðrafélagið

    12.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Róðrafélag Framtíðarinnar.

    12.2. Róðrafélag Framtíðarinnar skal gegna hlutverki klappliðs skólans á þeim keppnum sem

    Menntaskólinn í Reykjavík keppir í, svo sem á spurningakeppnum og ræðukeppnum.

    Félagið skal einnig reyna að efla róðrahæfni, sundkunnáttu og íþróttaanda félagsmanna á

    öllum sviðum. (Þar sem það var yfirlýst markmið félagsins frá stofnun þess og til ársins

    2018, þegar lög voru tekin í gegn.)

    12.3. Stjórn Róðrafélagsins skipa: Le Président, Le Assistant, Le Penfyr og Le Gosse sem sitja

    skal í fjórða bekk. Embætti Le Président getur aðeins einn aðili skipað, með þeirri

    undantekningu að það skipi eineggja tvíburar sem gegni embættinu saman. Stjórn

    Róðrafélagsins skal vinna að eflingu Róðrafélagsins með þeim ráðum er hún telur

    æskileg hverju sinni. Le Président velur Le Assistant, aðstoðarmann sinn, og Le Penfyr,

    áróðursmeistara og ritara, og í sameiningu velja þeir Le Gosse, nýnema félagsins.

    12.4. Le Président má ekki taka þátt sem keppandi fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík á

    þeim viðburðum sem honum ber skylda til að gegna embætti forseta Róðrafélags

    Framtíðarinnar.

    12.5. Róðrafélagið skal leitast eftir því að vera merkt Framtíðinni.

  • 13. gr. Skákfélagið

    13.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Skákfélag Framtíðarinnar.

    13.2. Markmið Skákfélagsins er að efla áhuga á skáklistinni og gera félaga Framtíðarinnar að sem bestum skákmönnum. Skákfélagið skal gangast fyrir skákmóti minnst einu sinni á skólaári og veita hverjum þeim félagsmanni, sem kann að vera í vanda staddur, í skák í

    cösu, aðstoð sína með þeim hætti sem félaginu þykir viðeigandi.

    13.3. Stjórn félagsins skipa þrír menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist Hrókur alls fagnaðar.


  • 14. gr. Zkáldzkaparfélagið

    14.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Zkáldzkaparfélag Framtíðarinnar, og hefur eignarfallið Zkáldzkaparfélagzinz Framtíðarinnar.

    14.2. Markmið Zkáldzkaparfélagzinz er að efla skáldskap, ritfærni og lífsgleði félaga

    Framtíðarinnar.

    14.3. Zkáldzkaparfélagi stýrir zéra Zkáldzkaparfélagsins. Zéra Zkáldzkaparfélagzinz má skipa

    sér tvo til þrjá kondóra og nýnema Zkáldzkaparfélagzinz sem skulu, ásamt zéra, sjá um

    stjórn Zkáldzkaparfélagzinz.

    14.4. Zkáldzkaparfélagið skal gefa út ljóð félaga og æskilegt er að félagið reyni eftir fremzta megni að koma útgáfu ársritsinz Yggdrazils við.

    14.5. Innan Zkáldzkaparfélagzinz skulu reglur um notkun hinnar rammíslensku fornaldarrúnar z í hávegum hafðar.

  • 15. gr. Spilafélagið

    15.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Spilafélag Framtíðarinnar.

    15.2. Tilgangur Spilafélagsins er að gera meðlimi Framtíðarinnar að sem bestum spilurum.

    Spilafélagið skal leitast eftir því að spilakvöld verði haldið minnst einu sinni á skólaári.

    15.3. Stjórn félagsins skipa þrír menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist ás

    Spilafélagsins. Hinir tveir stjórnendur félagsins nefnast gosi og drottning. Til þess er mælst að sá sem er með lengra nef verði gosi.


  • 16. gr. Gjörningafélagið

    16.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Gjörningafélag Framtíðarinnar.

    16.2. Markmið félagsins er að skipuleggja gjörninga. Félagið skal framkvæma a.m.k. einn gjörning.

    16.3. Stjórn félagsins skipa fjórir til átta menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist

    Gjörvallur.


  • 17. gr. Góðgerðafélagið

    17.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Góðgerðafélag Framtíðarinnar.

    17.2. Markmið félagsins er að safna fé til góðgerða.

    17.3. Stjórn félagsins skipa fimm til sjö menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist Forgjöf. Annar stjórnandi félagsins skal gegna hlutverki gjaldkera Góðgerðafélagsins.

    17.4. Félaginu ber að skipuleggja góðgerðaviku Framtíðarinnar.


  • 18. gr. Heimspekifélag Framtíðarinnar

    18.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Heimspekifélag Framtíðarinnar, og nefnist

    Menntaskólans félag um huglistir og fílósófísk málefni en gengur jafnan undir nafninu Huglistafélagið eða Fílufélagið.

    18.2. Tilgangur félagsskaparins er að skapa vettvang fyrir heimspekilegar umræður (og aðra þvælu).

    18.3. Forseti Huglistafélagsins nefnist Magister Philosophiae og velur hann þrjá

    meðstjórnendur sem bera titilinn Dialecticus.

    18.4. Mag. Phil. boðar til funda og fer með fundarstjórn.

    18.5. Allir nemendur skólans mega sækja fundi Huglistafélagsins.

  • 19. gr. Societas anatum amicorum

    19.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Societas anatum amicorum (Andavinafélagið).

    19.2. Markmið félagsins er að bæta lífskjör andanna á Reykjavíkurtjörn.

    19.3. Stjórn félagsins skipa þrír til fimm menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist

    svanur. Varastjórnandi félagsins nefnist gæs og aðrir meðstjórnendur félagsins nefnast endur.

    19.4. Meðlimir félagsins skulu fara að minnsta kosti einu sinni í mánuði niður að

    Reykjavíkurtjörn að gefa öndunum brauð.

    19.5. Félagsmönnum Andavinafélagsins er með öllu óheimilt að gefa mávum brauð.

  • 20. gr. Feministafélag Menntaskólans í Reykjavík

    20.1. Femínistafélag Menntaskólans í Reykjavík skal bera nafnið Aþena.

    20.2. Hlutverk félagsins er að stuðla að jákvæðri umræðu hvað varðar jafnrétti kynjanna t.d. með málfundum, gjörningum og öðrum viðburðum auk þess að viðhalda umræðuhóp á netinu. Stjórn Aþenu ber þar að auki að halda viðburðaviku félagsins og skal hún ávallt haldin aðra vikuna i mars, þar sem Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn ár hvert þann 8. mars. Tilgangur vikunnar er að fræða nemendur um baráttu femínisma fyrir jafnrétti kynjanna.

    20.3. Stjórn félagsins skipa átta menn sem kosnir eru í einstaklingskosningu að vori.

    20.4. Á fyrsta formlega fundi Aþenu skulu formaður og varaformaður félagsins vera kosnir úr hópi þeirra stjórnarmeðlima sem gefa kost á sér, með nafnlausri kosningu af

    fundarmönnum. Formaður félagsins skal kallast Dux Feminae og varaformaður þess

    Semi-dux Feminae. Situr formaður í Sambandi Femínistafélaga Framhaldsskólanna.

    20.5. Félagsmeðlimir skulu smíða stefnuyfirlýsingu. Stefnuyfirlýsingin skal heita Indictio Aequalitatis og skal boða jöfnuð kynjanna. Stjórnum nemendafélaganna og undirfélögum

    þeirra ber að hafa stefnuyfirlýsinguna að leiðarljósi hvað varðar allt útgefið efni, inntöku í nefndir og almennt starf félaga. Í byrjun hvers skólaárs skal stjórn Aþenu boða til fundar þar sem skoða skal fyrri stefnuyfirlýsingu og betrumbæta það sem var ábótavant á síðasta skólaári.

    20.6. Öllum nemendum Menntaskólans í Reykjavík er frjálst að ganga í Aþenu.

    20.7. Verndargyðja Aþenu er frú Vigdís Finnbogadóttir. Hún skal vera ávörpuð sem Dea Custodiae.

    20.8. Félagið starfar bæði undir Framtíðinni og Skólafélaginu.


  • 21. gr. Grænkerafélag Menntaskólans í Reykjavík

    21.1. Innan veggja Menntaskólans starfar Grænkerafélag Menntaskólans í Reykjavík.

    21.2. Stjórn félagsins skipa allt að átta menn. Stjórn félagsins velur sér formann, sá

    einstaklingur skal vera grænkeri. Formaður fer með stjórn félagsins. Formaður velur

    gjaldkera. Gjaldkeri hefur utanumhald á fjármálum félagsins. Gjaldkeri skal taka að sér

    stöðu formanns þegar formaður er ekki viðstaddur.

    21.3. Markmið félagsins er að efla áhuga nemanda á veganisma og vera með jákvæða fræðslu um vegansima.

    21.4. Félagið skal skipuleggja árlega grænkeraviku og skal hún haldin helst fyrstu vikuna í janúar.

    21.5. Félagið starfar bæði undir Skólafélaginu og Framtíðinni.

  • 22. gr. Catamitus - hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík

    22.1. Innan veggja Menntaskólans starfar félag, hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík, og skal það bera nafnið Catamitus.

    22.2. Stjórn félagsins skipa allt að átta menn. Skulu þeir skipta með sér verkum og einn þeirra vera formaður og annar ritari.

    22.3. Markmið félagsins er að upplýsa og fræða nemendur, foreldra og starfsfólk skólans um málefni hinsegin fólks.

    22.4. Félagið skal skipuleggja árlega hinseginviku.

    22.5. Félagið skal stefna að útgáfu blaðs um málefni hinsegin fólks einu sinni á ári.

    22.6. Ekki er gerð nein krafa til meðlima um kynhneigð, kynvitund eða kyngervi.

    22.7. Félagið starfar bæði undir Skólafélaginu og Framtíðinni.

  • 23. gr. Cyrus - mannréttindafélag Menntaskólans í Reykjavík

    23.1. Innan veggja Menntaskólans starfar félag, mannréttindafélag Menntaskólans í Reykjavík, og skal það bera nafnið Cyrus

    23.2. Stjórn félagsins skipa þrír til sex menn. Skulu þeir skipta með sér verkum og einn þeirra vera formaður og annar ritari.

    23.3. Markmið félagsins er að upplýsa og fræða nemendur, foreldra og starfsfólk skólans um mannréttindi.

    23.4. Félagið skal skipuleggja árlega mannréttindaviku.

    23.5. Félagið starfar bæði undir Skólafélaginu og Framtíðinni.


  • 24. gr. Stuðmannafélagið

    24.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Stuðmannafélag Framtíðarinnar.

    24.2. Tilgangur félagsins er að efla áhuga nemenda á tónlist og kvikmyndum Stuðmanna.

    24.3. Stjórn félagsins skipa tveir til sex menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist

    Stuðmaður.

    24.4. Öllum félagsmönnum Framtíðarinnar er frjálst að ganga í Stuðmannafélagið.

  • 25. gr. Golffélag Framtíðarinnar

    25.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Golffélag Framtíðarinnar.

    25.2. Tilgangur félagsins er að auka veg golflistarinnar í skólanum og að standa að þjálfun í henni.

    25.3. Stjórn félagsins skipa þrír til fimm menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist

    John Daly. Aðrir stjórnendur félagsins nefnast kaddíar og nýneminn skal nefndur Francis Ouimet.

    25.4. Félagið skal halda árlegt golfmót.


  • 26. gr. Leikfélag Framtíðarinnar

    26.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, Leikfélag Framtíðarinnar, sem heitir Frúardagur.

    26.2. Tilgangur leikfélagsins er að efla áhuga á leiklist og þjálfa félagsmenn í henni.

    26.3. Leikfélaginu er stýrt af stjórn Frúardags.

    26.4. Stjórn Frúardags skipa fjórir til sjö menn og skal einn þeirra gegna formennsku. Formaður nefnist dux diei feminae. Einnig skal einn stjórnarmanna gegna hlutverki gjaldkera og

    annar hlutverki ritara.

    26.5. Gjaldkeri Frúardags skal, í samstarfi við gjaldkera Framtíðarinnar og stjórn Frúardags, sjá um fjármál leikfélagsins og bókhald.

    26.6. Æskilegt er að leikfélagið setji upp sýningu á haustmisseri og skal stjórn Frúardags ráðfæra sig við stjórn Framtíðarinnar um hvernig því skal háttað.

    26.7. Stjórn Frúardags velur fólk í leikhóp fyrir sýninguna en sérhverjum félagsmanni skal

    heimilt að sækjast eftir því að fá að vera í leikhóp.

    26.8. Stjórn Frúardags skal sjá um fjármögnun sýningarinnar og skal ráðfæra sig við

    markaðsstjóra Framtíðarinnar og Framtíðarstjórn um hvernig best sé að bera sig að í þeim efnum.

    26.9. Frúardagur og Herranótt eiga sameiginlega búningageymslu og deila félögin þeim búningum sem þar eru.


  • 27. gr. Skólablaðið Skinfaxi

    27.1. Nefndin heitir Ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa

    27.2. Nefndin sér um útgáfu ritsins, þar sem gefin eru út blöðin Skólablaðið (fyrst gefið út 1926) og Skinfaxi (fyrst gefið út 1898)

    27.3. Nefndina skipa fimm til tíu menn og er einn þeirra ritstjóri. Nefndin skal velja sér

    gjaldkera, ritara og markaðsstjóra.

    27.4. Skólablaðið Skinfaxi skal koma út einu sinni á ári. Ritnefndin skal leitast við að virkja sem flesta nemendur til starfa við blaðið og veita þeim sem greiðastan aðgang að því með hugðarefni sín.

    27.5. Ritnefndin er bæði undir Skólafélaginu og Framtíðinni.

    27.6. Ritnefndin skal leitast við að fjármagna útgáfu Skólablaðsins Skinfaxa með

    auglýsingatekjum. Umframkostnaður skiptist jafnt á Skólafélagið og Framtíðina.

    27.7. Ritnefndin skal varðveita 10 eintök hvers tölublaðs og einnig gera það aðgengilegt á

    veraldarvefnum.


  • 28. gr. Loki Laufeyjarson

    28.1. Innan Framtíðarinnar starfar nefnd, Ritstjórn Loka Laufeyjarsonar

    28.2. Nefndin sér um útgáfu frétta- og skemmtirits Framtíðarinnar, Loka Laufeyjarsonar.

    28.3. Nefndirnar skulu vera tvær og skulu þær hvor starfa sitt misserið. Hvora nefndina skipa

    fjórir til sjö menn og skal einn þeirra vera ritstjóri. Nefndin skal velja sér gjaldkera og

    markaðsstjóra.

    28.4. Uppsetning, efni og útgáfa er í höndum ritstjórnar Loka Laufeyjarsonar þess misseris.

    28.5. Loki Laufeyjarson skal fjármagnaður með styrkjum sem ritstjórnir Loka Laufeyjarsonar

    útvega.

    28.6. Loka Laufeyjarsyni skal dreift til allra félaga Framtíðarinnar, sem óska þess, þeim að kostnaðarlausu. Frekari dreifing Loka Laufeyjarsonar skal vera ákveðin af ritstjórn Loka Laufeyjarsonar og stjórn Framtíðarinnar í sameiningu.

    28.7. Í allri útgáfu skólans þar sem minnst er á verzlunarskóla Íslands skal nafn hans skrifað

    með lágstöfum

    28.8. Forseti Framtíðarinnar er ábyrgðarmaður Loka Laufeyjarsonar.

  • 29. gr. Lagatúlkunarnefnd Menntaskólans í Reykjavík

    29.1. Innan veggja Menntaskólans í Reykjavík starfar nefnd, Lagatúlkundarnefnd

    Menntaskólans í Reykjavík.

    29.2. Nefndina skipa þrír menn sem kosnir eru í einstaklingskosningu að voru og skulu nefnast praetorar. Sá sem flest atkvæði hlýtur skal vera formaður.

    29.3. Hlutverk lagatúlkunarnefndar er að skera úr um ágreiningsefni sem af túlkun laga

    nemendafélaganna kunna að hljótast. Nefndin skal skila skriflega rökstuddum úrskurði innan viku frá því er til hennar er leitað. Aðalfundur einn getur hnekkt úrskurði

    nefndarinnar.

    29.4. Lýsi minnst tuttugu af hundraði félagsmanna skriflega vantrausti á lagatúlkunarnefnd skal

    aðalfundur haldinn innan tíu daga frá því skrifleg vantrauststillaga berst forseta

    Framtíðarinnar. Lagatúlkunarnefnd skal leyst frá störfum uns niðurstaða fundarins liggur

    fyrir.

    29.5. Félagið starfar bæði fyrir Framtíðina og Skólafélagið.

  • 30. gr. Auglýsinganefnd Menntaskólans í Reykjavík

    30.1. Nefndin nefnist Fors.

    30.2. Nefndin skal hjálpa Framtíðarstjórn og Skólafélagsstjórn við að auglýsa viðburði á vegum nemendafélaganna.

    30.3. Nefndina skipa tveir til fimm menn. Skal einn þeirra fara fyrir nefndinni.

  • 31. gr. Afþreyingarnefnd Framtíðarinnar

    31.1. Innan Framtíðarinnar starfar nefnd, afþreyingarnefnd Framtíðarinnar, sem heitir Lúdó.

    31.2. Nefndin skal annast gerð ýmis afþreyingarefnis, hvort sem það er á myndbandaformi eða öðru.

    31.3. Nefndina skipa fjórir til átta menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist Lúði.

    31.4. Lúdó skal vinna að mjög spennandi verkefnum og annast gerð MR-ví myndar.


  • 32. gr. Blóraböggull Framtíðarinnar

    32.1. Innan Framtíðarinnar starfar embætti sem heitir blóraböggull Framtíðarinnar.

    32.2. Blóraböggli Framtíðarinnar ber skylda til að taka á sig sökina af öllu sem miður fer hjá

    Framtíðinni.

    32.3. Hann skal leitast við að viðurkenna sök sína svo sem flestir nemendur verði varir við.

    32.4. Blóraböggull skal birta samantekt á öllum þeim mistökum sem hann á sök á í lok

    Skólaárs. Æskilegur vettvangur til þess er Skólablaðið Skinfaxi, en sú ákvörðun liggur hjá ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa.

  • 33. gr. Don Pósei - umsjónarmaður fiskabúrs

    33.1. Innan Framtíðarinnar starfar embætti sem heitir Don Pósei.

    33.2. Don Pósei er umsjónarmaður fiskabúrs Framtíðarinnar. Hann skal gefa fiskunum að

    borða og gæta þess að fiskabúrið sé hreint.

    33.3. Don Pósei þarf að samþykkja allar breytingar sem gerðar eru á fiskabúri Framtíðarinnar allt frá fiskabreytingum til staðsetningar fiskabúrs.

    33.4. Don Pósei skal auglýsa eftir nýnema sem hefur áhuga á að vera undirmaður Don Póseis. Sá skal nefndur Tríton og vera hægri hönd Don Póseis.

    33.5. Don Pósei skal fá fjárveitingu frá stjórn Framtíðarinnar til kaupa á búnaði á hverju

    skólaári. Skal upphæðin ákveðin í samráði við gjaldkera Framtíðarinnar hverju sinni.


  • 34. gr. Ljósmyndarar Menntaskólans í Reykjavík

    34.1. Embættin nefnast ljósmyndarar Framtíðarinnar og eru þeir tveir til þrír

    34.2. Ljósmyndarar Framtíðarinnar skulu taka ljósmyndir á viðburðum og atburðum sem

    Framtíðin og undirfélög Framtíðarinnar standa fyrir.

    34.3. Ljósmyndarar Menntaskólans í Reykjavík heyra undir Framtíðina og Skólafélagið.

  • 35. gr. Tímavörður Framtíðarinnar

    35.1. Innan Framtíðarinnar starfar embætti sem heitir tímavörður Framtíðarinnar.

    35.2. Tímavörður Framtíðarinnar sér um tímatökur í Sólbjarti, innanskólaræðukeppni

    Framtíðarinnar. Tímavörður Framtíðarinnar sér einnig um tímatökur á ræðukeppnum sem

    Menntaskólinn í Reykjavík tekur þátt í, svo sem á MR-ví-degi og í MORFÍs-keppnum.

    35.3. Tímavörður skal halda tímavarðarnámskeið einu sinni á skólaári þar sem starfið er kynnt og tímavarsla rædd. Mælt er með því að tímaflakk og úrið hans Bernhards séu rædd á

    þessu námskeiði.

    35.4. Tímavörður Framtíðarinnar má skipa sér aðstoðarmann og nefnist hann Mínútumaðurinn. Mínútumaðurinn skal taka tímann á nokkrum Sólbjartskeppnum yfir veturinn. Í forföllum tímavarðar Framtíðarinnar skal Mínútumaðurinn koma í hans stað.

    35.5. Tímaverði Framtíðarinnar ber að kunna skil á gangi tímans í öllum helstu höfuðborgum

    heimsins.

  • 36. gr. Amtljón Framtíðarinnar

    36.1. Innan Framtíðarinnar starfar nefnd, Amtljón Framtíðarinnar.

    36.2. Nefndina skipa þrír menn og skal einn þeirra vera formaður. Sá nefnist Amtljón. Önnur embætti félagsins nefnast Amthvolpur og Amtljóns-amma.

    36.3. Amtljón situr í 5. bekk. Hlutverk Amtljóns er að vaska upp á Amtmannsstíg a.m.k. einu

    sinni í mánuði. Hlutverkinu fylgir réttur til að dvelja í húsakynnum Amtmannsstígs öllum

    stundum. Amtljón tekur inn einn busa sem fær titilinn Amthvolpur.

    36.4. Amthvolpur situr í 4. bekk og skal vera Amtljóni innan handar við uppvask auk þess að lúta leiðsögn þess. Með embætti sínu hefur Amthvolpur rétt á að dvelja í húsakynnum

    Amtmannsstígs öllum stundum.

    36.5. Amtljóns-amma situr í 6. bekk og gegnir heiðursembætti sem fylgja engar skyldur.

    Heiðursembættinu nýtist sá réttur að dvelja í húsakynnum Amtmannsstígs fyrir vel unnin

    störf, auk þess að hljóta virðingu Amtljóns og Amthvolps.

    36.6. Í lok skólaárs sest Amtljóns-amma í helgan stein. Þá fer fram víxluathöfn þar sem Amtljón tekur við embætti Amtljóns-ömmu og Amthvolpur tekur við embætti Amtljóns.

  • 37. gr. Öldungaráð Framtíðarinnar

    37.1. Innan Framtíðarinnar starfar ráð, Öldungaráð Framtíðarinnar.

    37.2. Tilgangur ráðsins er að vera stjórn Framtíðarinnar innan handar við störf sín og að miðla reynslu öldunga og þekkingu til stjórnarmanna.

    37.3. Í Öldungaráði sitja allir þeir sem áður hafa gegnt embætti í stjórn Framtíðarinnar og eru skráðir í félagið.


  • 38. gr. Hagsmunaráð Menntaskólans í Reykjavík

    38.1. Innan veggja Menntaskólans starfar ráð, Hagsmunaráð Menntaskólans í Reykjavík.

    38.2. Tilgangur ráðsins er að standa vörð um hagsmuni, heilsu, vellíðan og æru allra nemenda sem sækja nám til menntaskólans í Reykjavík. Skal ráðið alltaf vera viðbúið því að leitað

    sé til þess varðandi hvaða mál sem þykir eiga við. Ber hagsmunaráði að komast að

    niðurstöðu og sækja réttar í umboði nemandans eða nemendanna sem sækja til

    hagsmunaráðsins.

    38.3. Ráðið skipa inspector scholae, forseti Framtíðarinnar og 3 - 4 einstaklingar sem skipaðir eru af stjórnum nemendafélaganna. Inspector eða forseti skulu gegna formennsku í ráðinu.

    38.4. Utanaðkomandi aðili skal koma að ráðningu umsækjenda til að tryggja að ráðningarferlið sé faglegt. Þeir, sem valdir eru í ráðið, eiga að endurspegla fjölbreyttan hóp nemenda

    skólans.

    38.5. Ráðið skal funda einu sinni í mánuði að jafnaði. Ef nauðsyn krefur, eins og þegar

    alvarlegt tilvik kemur upp, skal ráðið funda innan þriggja daga frá tilkynningu um atvikið.

  • 39. gr. Forritunarnefnd Menntaskólans í Reykjavík

    39.1. Innan veggja Menntaskólans starfar Kóðinn, forritunarnefnd Menntaskólans í Reykjavík.

    39.2. Tilgangur nefndarinnar er að aðstoða Framtíðarstjórn og Skólafélagsstjórn með allt sem tengist tölvum (t.d. vefsíður og öpp). Framtíðarstjórn og Skólafélagsstjórn koma sér saman um hlutverk nefndarinnar hverju sinni.

    39.3. Ábyrgðarmenn nefndarinnar eru forseti Framtíðarinnar og inspector sholae og mega því skipta sér af starfi nefndarinnar, mæta á fundi hennar og hjálpa til.

    39.4. Nefndin verður að hittast reglulega. Auk þess halda uppi vefsíðum Framtíðarinnar og

    Skólafélagsins.

    39.5. Nefndir skal halda utan um handbók með mikilvægum upplýsingum og starfsreglum nefndarinnar.

    39.6. Nefndina skipa 1-2 aðilar úr 6. bekk og nefnast aðalforritarar, 1-2 aðilar úr 5. bekk og

    nefnast hjálparforritarar og 1-2 aðilar úr 4. bekk og nefnast lærilingsforritarar. Einn

    aðalforritari skal gegna formennsku og aðalforritarar koma sér saman um hver það skal vera.

    39.7. Á fyrsta aðalfundi eftir vorkosningar hætta aðalforritarar, hjálparforritarar verða að

    aðalforriturum og lærlingsforritarar verða að hjálparforriturum. Nýir lærlingsforritarar eru

    valdir af nefndarmönnum að hausti. Forseti Framtíðarinnar og inspector scholae mega

    hafa áhrif á þá ákvörðun ef þeir óska eftir því.

    39.8. Framtíðarstjórn og Skólafélagsstjórn mega ákveða fríðindi hverju sinni.

    39.9. Forritunarnefndin heyrir undir Framtíðina og Skólafélagið.

  • 40. gr. Textílmenntafélag Framtíðarinnar

    40.1. Innan Framtíðarinnar starfar félag, textílmenntafélag Framtíðarinnar, sem nefnist

    Saumaklúbbur Framtíðarinnar.

    40.2. Stjórn félagsins skipa þrír til fimm menn og skal einn þeirra vera formaður.

    40.3. Tilgangur félagsins er að auka áhuga nemenda á textílmennt.

    40.4. Á hverju misseri skal stjórn félagsins skipuleggja saumaklúbbsviku fyrir nemendur

    skólans.

    40.5. Æskilegt er að stjórn félagsins gefi út blað með uppskriftum og fleiru sem tengist

    textílmennt.

  • 41. gr. Fótboltaklúbbur Framtíðarinnar

    41.1. Nefndin skal heita MR FC

    41.2. Í nefndinni skulu sitja 6-7 meðlimir Framtíðarinnar þar af 1-2 busar.

    41.3. Nefnin sér um að safna félagsmeðlimum saman í því skyni að horfa á helstu fótboltaleiki helstu fótboltadeildanna.

    41.4. Nefndin sér um að efla fótboltakunnáttu innan Framtíðarinnar og hefur umsjón yfir fótboltakeppnina á MR/ví og liðsprufur fyrir mótið.

    41.5. Nefndin sér einnig um að halda FIFA-mót, sem allir meðlimir Framtíðarinnar mega keppa í FIFA.

  • 42. gr. Tónlistarnefnd Menntaskólans í Reykjaivk

     42.1. Innan  Framtíðarinnar starfar tónlistarnefndin Musicorum.

    42.2. Í Musicorum sitja 5-8 manns og einn af þeim starfar sem formaður nefndarinnar.

    42.3. Starfsemi Musicorum skal vera alfarið tengt tónlist og hljómleik.

    42.4. Musicorum sér um rekstur og mönnun Húsabands Menntaskólans í Reykjavík.

    42.5. Formaður Musicorums ræður hvort hann vilji hafa prufur inn í Húsbandið, láta meðlimi Musicorums manna það eða hafa prufur einungis í lausar stöður. Einnig hefur hann það vald að ráða einhvern inn í Húsbandið tímabundið ef það verða forföll eða krafa til þess.

    42.6. Prufur skulu vera haldnar á sanngjarnan hátt og er mælt með að sérstök prufunefnd verði stofnuð. Í prufunefnd skulu að minnsta kosti 3 manneskjur sitja og ekki manneksja sem er að fara í prufur.

    42.7. Lagaval á uppákomum Húsbandsins skal vera ákveðið í lýðræðislegum kosningum meðlima þess.

    42.8. Í samræmi við gr. 2. 4 laga Framtíðarinnar þurfa allir þeir sem eru í Húsbandinu að vera einnig meðlimir Framtíðarinnar.

    42.9. Húsbandið skal ávallt vera nemendafélögunum og sérstaklega leikfélögum þeirra innan handar.

    42.10. Ef annað hvort nemendafélagið er með trommusett, míkrafóna eða píanó í eigu sinni skal Húsbandið fá afnot af því svo lengi sem það sé innan skynsemismarka.



Fjórði kapítuli:

Innanskólakeppnir

  • 43. gr. Sólbjartur

    43.1. Keppnin heitir Sólbjartur og er kennd við Sólbjart Óla Utley, einhentan færeyskan sjómann sem týndi debetkortinu sínu nálægt MR.

    43.2. Hlutverk Sólbjarts er að halda árlega mælsku- og rökræðukeppni með útsláttarfyrirkomulagi til að skera úr um hvaða innanskólalið eigi hæfustu ræðumennina.

    43.3. Allir bekkir í Menntaskólanum í Reykjavík geta orðið aðilar að Sólbjarti en keppendur skulu allir hafa greitt félagsgjald Framtíðarinnar á viðkomandi starfsári

    43.4. Stjórn Framtíðarinnar skal hafa umsjón með keppninni. Þó skal annar tveggja meðstjórnenda Framtíðarinnar gegna embætti umsjónarmanns Sólbjarts og hefur yfirumsjón með Sólbjarti.

    43.5. Stjórn Framtíðarinnar ákveður keppnisdag ræðukeppna Sólbjarts og hefur einnig rétt til að ákveða umræðuefni komist ræðuliðin ekki að samkomulagi. Stjórn Framtíðarinnar skipar einnig þrjá dómara fyrir hverja keppni. Lið mega þó semja um dómara sín á milli án milligöngu Framtíðarinnar að því gefnu að þau láti umsjónarmann Sólbjarts vita með tveggja sólarhrings fyrirvara. 

    43.6. Dómarar skulu gefa hverjum keppenda einkunn á bilinu einn til tíu fyrir hvern eftirtalinna liða í hverri ræðu og fylla út þar til gert dómblað samkvæmt leiðbeiningum á bakhlið þess.

    43.6.1. Ræða (fjórfalt vægi) 

    43.6.2. Svör og mótrök (þrefalt vægi)

    43.6.3. Málflutningur (fjórfalt vægi)

    43.6.4. Geðþóttastuðull (einfalt vægi)

    43.6.5. Skemmtanagildi (tvöfalt vægi)

    43.7. Keppnir skulu byggðar upp að svipuðu leyti og MORFÍs-keppnir. Umsjónarmenn ráða hvernig keppnum er háttað.

    43.8. Keppnin er útsláttarkeppni. Í fyrstu umferð skal sitja hjá sá fjöldi liða sem þarf til að í annarri umferð standi eftir fjöldi liða sem er veldi af tveimur (t.d. 8 eða 16).

    43.9. Leitast skal eftir því að sigurvegarar séu verðlaunaðir. 41.10. Þrír einstaklingar skipa hvert Ratatosks-lið. Æskilegt er að einstaklingar af báðum kynjum séu í liðum sem skráð eru til keppni og skal umsjónarmaður hvetja til þess.

  • 44. gr. Ratatoskur

    44.1. Keppnin nefnist Ratatoskur.

    44.2. Ratatoskur er spurningakeppni sem halda á árlega með útsláttarfyrirkomulagi.

    44.3. Umsjónarmaður Ratatosks sér um keppnina og úthlutar framkvæmd hennar og spurningagerð til Gettu Betur liðs Menntaskólans í Reykjavík.

    44.4. Keppnir skulu byggðar upp að svipuðu leyti og Gettu Betur - keppnir. Umsjónarmenn ráða hvernig keppnum er háttað.

    44.5. Keppnin er útsláttarkeppni. Í fyrstu umferð skal sitja hjá sá fjöldi liða sem þarf til að í annarri umferð standi eftir fjöldi liða sem er veldi af tveimur (t.d. 8 eða 16). 

    44.6. Þátttakendur í Ratatoski þurfa að vera félagar í Framtíðinni.

    44.7. Leitast skal eftir því að sigurvegarar séu verðlaunaðir.

    44.8. Þrír einstaklingar skipa hvert Ratatosks lið. Æskilegt er að einstaklingar af báðum kynjum séu í liðum sem skráð eru til keppni og skal umsjónarmaður hvetja til þess.


Fimmti kapítuli:

Fundir og önnur starfsemi

  • 45. gr. Fundarsköp

    45.1. Forseti Framtíðarinnar eða sá sem til þess er skipaður stjórnar fundi og sér um að allt fari fram í góðri reglu. Ef almenn óregla kemur upp er forseta Framtíðarinnar eða fundarstjóra í samráði við forseta Framtíðarinnar heimilt að gera fundarhlé eða, ef nauðsyn krefur, slíta fundi.

    45.2. Ritari Framtíðarinnar skal sjá um að gerðabók sé haldin og lesin upp í byrjun hvers fundar. Komi fram athugasemdir við fundargerð skal undir atkvæði fundarmanna borið hvort þær skuli teknar til greina.

    45.3. Allir fundarmenn skulu sitja kyrrir og hljóðir á fundum. Enginn má taka fram í fyrir ræðumanni nema um stutta fyrirspurn sé að ræða og leyfi fundarstjóra sé fengið.

    45.4. Heimilt er forseta Framtíðarinnar og fundarstjóra að kveðja menn sér til aðstoðar til að halda uppi góðri reglu á fundum. Skulu þeir að undangenginni aðvörun varpa öllum óróaseggjum harkalega á dyr.

    45.5. Ræðumenn skulu ætíð tala úr ræðustól nema um stutta athugasemd sé að ræða. +

    45.6. Fundarstjóri ge

    fur mönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu þannig að fundarmaður geti gert leiðréttingar eða athugasemdir er snerta sjálfan hann.

    45.7. Ef umræður dragast á langinn er fundarstjóra heimilt að stytta ræðutíma og skal þá eitt yfir alla ganga. Þó skal hann ávallt leita samþykkis fundarins um það, sé þess óskað.

    45.8. Komi fram tillaga um að slíta umræðum skal meirihluti atkvæða ráða. Þó skal þeim fundarmönnum, er á mælendaskrá eru þegar ákveðið er að slíta umræðum, heimilt að flytja mál sitt.

    45.9. Aðeins skuldlausir félagar Framtíðarinnar hafa atkvæðis- og framboðsrétt á fundum. Í þessu felst einnig réttur til þess að leggja fram lagabreytingatillögur.

    45.10. Forseti eða fundarstjóri stjórnar atkvæðagreiðslum og skýrir frá úrslitum þeirra.

    45.11. Forseti ræður því hvort atkvæðagreiðslur eru skriflegar eða með handauppréttingu. Skriflegar skulu þær þó vera ef að minnsta kosti helmingur fundarmanna æskir þess.

    45.12. Tillögur skal bera upp í þeirri röð sem þær berast fundarstjóra. Þó skulu tillögur um frávísun mála og breytinga- eða viðaukatillögur bornar upp á undan aðaltillögu.

    45.13. Frá fundarsköpum þessum má víkja, ef þess er óskað og 3/4 hlutar fundarmanna samþykkja.


  • 46. gr. Aðalfundir

    46.1. Haldinn skal aðalfundur að vori eftir vorkosningar en fyrir dimmisjón. Aðalfundur að hausti skal haldinn innan mánaðar frá skóladagsetningu.

    46.2. Þetta skal gert á aðalfundi að vori: 1) Dreift skal skýrslu fráfarandi stjórnar, hún lesin og borin upp til samþykktar. 2) Kosið til þeirra embætta, sem ekki var kosið til í vorkosningum, hafi framboð borist. 3) Breytingar skulu gerðar á lögum ef fram koma. 4) Afgreiða skal önnur mál er fram kunna að koma og starfsvið félagsins tekur yfir. 5) Hin nýkjörna stjórn tekur við.

    46.3. Þetta skal gert á aðalfundi að hausti: 1) Endurskoðaðir reikningar félagsins frá árinu að undan skulu lagðir fram fjölritaðir og bornir upp til samþykktar. 2) Kosið til þeirra embætta, sem ekki var kosið til í vorkosningum, hafi framboð borist. 3) Breytingar skulu gerðar á lögum ef fram koma. 4) Afgreiða skal önnur mál er fram kunna að koma og starfsvið félagsins tekur yfir.

    46.4. Aðeins fást aðalfundir við lagabreytingar. Lagabreytingatillögur fyrir aðalfund skulu liggja frammi fyrir stjórn Framtíðarinnar áður en aðalfundur hefst. Forseta Framtíðarinnar ber að skrifa undir lagabreytingar innan viku frá því að þær voru samþykktar samkvæmt greinum 4.5 og 4.6 þessara laga. Við undirritun forseta Framtíðarinnar staðfestir hann lagabreytinguna.

    46.5. Gilda um kosningar á aðalfundum sömu reglur og í vorkosningum eftir því sem á við.

    46.6. Til aðalfundar skal boðað með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara. Í auglýsingunni skal greina hvar og hvenær viðburðurinn skal haldinn.

    46.7. Aðalfundur er þá og því aðeins löglegur að löglega sé til hans boðað og viðstaddir séu a.m.k. 25 félagsmenn.

    46.8. Heimilt skal stjórn að boða til aukaaðalfundar ef þörf krefur. Gilda um hann sömu reglur og um aðalfund.


  • 47. gr. Félagsfundir

    47.1. Halda skal félagsfundi á hvoru misseri. Stjórn skal kveðja til fundar hvenær sem henni þykir þörf á eða þegar 1/10 félagsmanna æskir þess. 45.2. Aðeins félagsfundir eru ályktunarfærir.

    47.3. Á fundum skulu mál rædd, fluttir fyrirlestrar eða lesið upp. Stjórn Framtíðarinnar skal heimilt að fá menn utan Framtíðarinnar til þess að halda ræður, flytja fyrirlestra eða lesa upp.

    47.4. Til félagsfundar skal boða með a.m.k. eins skóladags fyrirvara. Í auglýsingunni skal greina fundarefni og hvar og hvenær viðburðurinn skal haldinn. Einnig skal taka fram að um félagsfund er að ræða sem einnig má gangast undir nafninu málfundur.

    47.5. Félagsfundir eru þá og því aðeins löglegir að löglega sé til þeirra boðað.


  • 48. gr. Önnur starfsemi

    48.1. Framtíðin skal halda hátíð minnst einu sinni á ári.

    48.2. Árshátíð skal haldin á vormisseri. Leitast skal eftir að nemendaaðstaða Menntaskólans í Reykjavík verði skreytt í árshátíðarvikunni.

    48.3. Framtíðin skal leitast eftir að halda ball, til viðbótar við árshátíð, ef áhugi er fyrir hendi.

    48.4. Framtíðin skal halda megaviku Framtíðarinnar a.m.k. einu sinni á hvoru misseri þar sem mikil áhersla skal lögð á félagsskap og skemmtun félagsmanna.

Sjötti kapítuli:

Eignir og tekjur


  • 49. gr. Eignir og tekjur

    49.1. Hver félagsmaður skal árlega greiða gjald til Framtíðarinnar. Stjórn Framtíðarinnar ákveður upphæðir þessara gjalda og innheimtir þau.

    49.2. Fjármunum Framtíðarinnar skal varið til starfsemi Framtíðarinnar. Stjórn Framtíðarinnar hefur ráðstöfunarrétt yfir fjármununum og er ábyrg fyrir aðalfundi.

    49.3. Þegar Framtíðin þarf eigi lengur á gögnum sínum að halda, skulu þau afhent Landsbókasafni Íslands með þeim skilyrðum sem Framtíðin setur. Ljósmyndir skulu þó afhentar Ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins.

    49.4. Leggist Framtíðin niður renna eignir hennar í Bræðrasjóð.


Sjöundi kapítuli:

Kosningar

  • 50. gr. Kosningar og kosningatilhögun

    50.1. Vorkosningar skulu fara fram á vormisseri fyrir dimmisjón. Telst starfandi stjórn lögmæt til loka aðalfundar að vori.

    50.2. Þegar kjósa skal í embætti félagsins tilkynnir kjörstjórn hvenær framboðum skuli skilað og má frestur til þess eigi vera skemmri en þrír skóladagar. Framboði skal skila til kjörstjórnar rafrænt. Einn maður skipar hvert framboð, nema þegar um listakosningu er að ræða.

    50.3. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar Framtíðarinnar nema 6. bekkingar.

    50.4. Þegar framboðsfrestur er útrunninn, skal kjörstjórn birta framboð a.m.k. einum skóladegi fyrir kosningar. Kærur skulu berast eigi síðar en einum degi fyrir kjör. Hefur kjörstjórn úrskurðarvald um þær. 48.5. Atkvæði allra kjósenda gilda jafnt. Kjósandi má greiða einu framboði atkvæði nema annað sé sérstaklega tekið fram. Það á við um framboð til undirfélags, nefndar eða embættis.

    50.6. Sá sem flest atkvæði hlýtur í kosningunum telst réttkjörinn. Standi atkvæði á jöfnu skal hluta um röð frambjóðenda. Réttkjörni frambjóðandinn eða listinn, í vorkosningum, skal gegna því embætti, sem hann var kjörinn til að gegna, á komandi starfsári Framtíðarinnar.

    50.7. Atkvæðagreiðsla skal vera leynileg. Atkvæðagreiðsla skal vera í umsjón kjörstjórnar.

    50.8. Ef aðeins einn maður er í kjöri þarf viðkomandi að hljóta tvo þriðju atkvæða til að teljast rétt kjörinn.

    50.9. Í vorkosningum skulu kjörnir:

    50.9.1. Forseti Framtíðarinnar

    50.9.2. Ritari Framtíðarinnar og meðstjórnendur Framtíðarinnar. Þeir skulu kosnir í einu lagi. Skal kjósendum heimilt að greiða þremur mönnum atkvæði. Þeir þrír sem hljóta flest atkvæði teljast réttkjörnir og skal sá atkvæðahæsti taka embætti ritara. Ef atkvæðahæstu menn eru jafnir fellur það í hendur forseta að velja ritara.

    50.9.3. Gjaldkeri Framtíðarinnar

    50.9.4. Markaðsstjóri Framíðarinnar

    50.9.5. Forseti Vísindafélagsins

    50.9.6. Le Président 

    50.9.7. Zéra Zkáldzkaparfélagsinz

    50.9.8. Forseti Heimspekifélagsins 

    50.9.9. Fjögurra til sex manna listi í stjórn Frúardags, einn skal fara fyrir listanum

    50.9.10. Þrír menn í Spilafélag Framtíðarinnar, þar sem sá atkvæðahæsti verður Ás en hinir tveir meðstjórnendur. Kjósanda skal heimilt að greiða þremur mönnum atkvæði.

    50.9.11. Þrír menn í Skákfélag Framtíðarinnar, þar sem sá atkvæðahæsti verður Hrókur alls fagnaðar en hinir tveir meðstjórnendur. Kjósanda skal heimilt að greiða þremur mönnum atkvæði.

    50.9.12. Tímavörður Framtíðarinnar

    50.9.13. Blóraböggull Framtíðarinnar

    50.9.14. Don Pósei

    50.9.15. Amtljón Framtíðarinnar

    50.9.16. Þrír ljósmyndarar, sem heyra undir bæði nemendafélög

    50.9.17. Tveir listar skipaðir fjórum til sjö mönnum í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar, einn skal fara fyrir hvorum lista. Sá listi sem hlýtur flest atkvæði má velja hvora önnina hann starfar. Sá sem hlýtur næstflest atkvæði skal starfa hina önnina. Kjósanda skal heimilt að greiða tveimur listum atkvæði.

    50.9.18. Listi skipaður fimm til tíu mönnum í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.19. Listi skipaður þremur til fimm mönnum í Góðgerðafélag Framtíðarinnar, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.20. Listi skipaður þremur til sjö mönnum í Gjörningafélag Framtíðarinnar, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.21. Fimm menn í Andavinafélagið, þar sem sá atkvæðahæsti verður Svanur, sá næstatkvæðahæsti verður Gæs en hinir meðstjórnendur. Kjósanda skal heimilt að greiða fimm mönnum atkvæði.

    50.9.22. Listi skipaður tveimur til sex mönnum í Stuðmannafélagið, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.23. Fimm menn í Golffélag Framtíðarinnar, þar sem sá atkvæðahæsti verður formaður. Kjósanda skal heimilt að greiða fimm mönnum atkvæði.

    50.9.24. Sá fjöldi sem þarf til að fullskipa stjórn Feministafélagsins. Einstaklingsframboð. Atkvæðahæstu menn teljast réttkjörnir. Kjósanda skal heimilt að greiða atkvæði jafnmörgum og sætum sem laus eru í stjórn félagsins.

    50.9.25. Átta menn í Grænkerafélagið. Kjósanda skal heimilt að greiða átta mönnum atkvæði.

    50.9.26. Þrír menn í Lagatúlkunarnefnd, þar sem sá atkvæðahæsti verður formaður. Kjósanda skal heimilt að greiða þremur mönnum atkvæði.

    50.9.27. Listi skipaður tveimur til fjórum mönnum í Auglýsinganefnd, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.28. Listi skipaður fjórum til átta mönnum í Lúdó, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.29. Listi skipaður þremur til fimm mönnum í Skrallfélagið, einn skal fara fyrir listanum.

    50.9.30. Leynilegur listi skipaður þremur mönnum í Leynifélagið. Listar skulu merktir nöfnum á páfum og ekki má birta nöfn þeirra sem að baki framboði standa. Forseti einn má taka við framboðum í leynifélagið.

    50.10. Í síðasta lagi viku fyrir vorkosningar skal haldinn félagsfundur þar sem frambjóðendur til forseta Framtíðarinnar kynna málefni sín. Séu frambjóðendur fleiri en tveir skal kosið á milli þeirra. Einungis þeir tveir sem flest atkvæði hljóta fá rétt til áframhaldandi framboðs til forseta Framtíðarinnar og skal kosið milli þeirra í vorkosningum.

    50.10.1. Skal félagsfundurinn lokaður af þegar kosningin hefst og skulu fundarmenn þá taldir.

    50.10.2. Skulu félagsmenn framvísa félagsskírteini til að fá kjörseðil afhentan hjá kjörstjórn.

    50.10.3. Í forkosningum hafa atkvæðarétt þeir sömu og í vorkosningum sbr. grein 47.3.

    50.10.4. Einungis skal tilkynna fundinum um þá tvo sem flest atkvæði hljóta. Ekki skal tilkynna atkvæðafjölda hvers frambjóðenda eða röð frambjóðenda neinum nema frambjóðendum sjálfum, óski þeir þess sérstaklega.

    50.11. Segi forseti Framtíðarinnar af sér, þá skal stjórn félagsins boða til félagsfundar innan viku frá því að afsögn hans var kunngerð. Þessum fundi stýrir ritari félagsins eða til þess kjörinn fundarstjóri. Á fundinum skal kosið til embættis forseta Framtíðarinnar á nýjan leik. Kosningin er skrifleg og í umsjón fundarstjóra. Frambjóðendur mega taka til máls einu sinni hver í stafrófsröð. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar Framtíðarinnar. Að öðru leyti og eftir því sem á við gilda sömu reglur um þessar kosningar og vorkosningar.

    50.12. Segi einn eða fleiri stjórnarmenn Framtíðarinnar af sér skal stjórn Framtíðarinnar boða til félagsfundar innan viku frá því að afsögn eða afsagnir voru kunngjörðar. Þessum fundi stýrir forseti Framtíðarinnar eða til þess kjörinn fundarstjóri. Á fundinum skal kjörið til þess embættis eða embætta sem kunna að hafa losnað vegna afsagna eins eða fleiri stjórnarmeðlima. Kosningin er skrifleg og í umsjón fundarstjóra. Frambjóðendur mega taka til máls einu sinni hver, í stafrófsröð. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar Framtíðarinnar. Að öðru leyti og eftir því sem á við gilda sömu reglur um þessar kosningar og vorkosningar.

    50.13. Sé stjórn ekki fullskipuð eftir vorkosningar skal auglýsa eftir framboðum hálfum mánuði eftir skólasetningu að hausti. Berist þá fleiri framboð en hámarkstala manna í stjórn segir til um, skal stjórn boða til félagsfundar. Skulu þar á sama hátt og um getur í greinum 47.10-47.12 kosnir nýir menn í stjórn félagsins.

    50.14. Kjósa skal í þau embætti, sem engin framboð bárust í vegna vorkosningar, á aðalfundi vormisseris. Hafi engin framboð borist stjórn Framtíðarinnar fyrir aðalfund vormisseris hefur stjórn Framtíðarinnar rétt til að skipa í þau embætti án kosninga, komi framboð síðar á starfsárinu.


  • 51. gr. Kjörstjórn Framtíðarinnar og Skólafélagsins

    51.1. Þeir stjórnarmeðlimir í stjórnum Framtíðarinnar og Skólafélagsins, sem sitja í 6. bekk, mynda kjörstjórn Framtíðarinnar og Skólafélagsins. Auk þeirra má kjörstjórn velja fleiri 6. bekkinga til að vera með í kjörstjórn ef þurfa þykir. Kjörstjórnarmeðlimir þurfa að vera félagar í bæði Framtíðinni og Skólafélaginu. Kjörstjórn má aldrei innihalda færri en fjóra meðlimi og aldrei fleiri en átta.

    51.1.1. Forseti Framtíðarinnar, sitji hann í 6. bekk, og inspector scholae eru formaður og varaformaður kjörstjórnar. Þeir skulu koma sér saman um það hvor þeirra gegnir stöðu formanns og hvor gegnir stöðu varaformanns. Komist þeir ekki að niðurstöðu skal það ákvarðað með hlutkesti. Sitji forseti Framtíðarinnar ekki í 6. bekk verður inspector scholae sjálfkrafa formaður kjörstjórnar og má hann velja sér varaformann ef hann vill.

    51.2. Kjörstjórn sér um kosningar þær sem fara fram í lok skólaárs. Einungis nemendur í 6. bekk mega telja atkvæði í þeim kosningum eða aðalkjörstjórn á annan hátt. Af þeim sem eru í framboði er frambjóðendum til inspectors scholae og forseta Framtíðarinnar einum heimilt að vera viðstaddir talningu. Talning skal fara fram fyrir luktum dyrum og er formanni kjörstjórnar einum heimilt að hverfa á brott úr herberginu sem talið er í þar til fullnaðarúrslit hafa verið birt. Frambjóðendur mega þó fara út um leið og nýjustu tölur hafa verið birtar.

    51.3. Kjörstjórn skal útbúa kjörklefa og kjörkassa, þar sem kosningar fara síðar fram. Kjörstjórn telur atkvæði. Af þeim sem eru í framboði er frambjóðendum til forseta Framtíðarinnar og inspectors scholae einum heimilt að vera viðstaddir talningu. Frambjóðendur mega þó fara út um leið og fyrstu talningu er lokið.

    51.4. Eigi síðar en tíu heilum skóladögum fyrir upplestrarfrí 6. bekkjar skal kjörstjórn auglýsa hvenær skila skuli framboðum. Framboðsfrestur skal minnst vera þrír heilir skóladagar. Framboð skulu kunngerð sama dag og framboðsfrestur rennur út. Kosið skal fyrir upplestrarfrí 6. bekkjar og úrslit tilkynnt í síðasta lagi næsta skóladag eftir kosningar.

    51.5. Nýkjörnir embættismenn taka við störfum sínum þegar kennslu lýkur í 6. bekk. Kjörstjórn gætir þess að framboð séu samkvæmt gildandi lögum og skal tilkynna frambjóðendum í tæka tíð ef svo er ekki.


  • 52. gr. Kosningatilhögun

    52.1. Kosið er milli einstaklinga eða lista. Kjósandi setur kross við jafnmarga eða færri frambjóðendur en kjósa skal til nefndarinnar, félagsins eða ráðsins. Á kjörseðil skal tekið fram hve marga skal kjósa í hverja nefnd, félag eða ráðs skulu standa saman á kjörseðlinum, greinilega merkt og afmörkuð frá öðrum framboðum.

    52.2. Sé aðeins einn einstaklingur eða listi í framboði tiltekins embættis er framboðið ekki sjálfkjörið heldur skal greitt atkvæði á sama hátt og í 47. grein. Framboð telst aðeins hafa náð kjöri hljóti það yfir tvo þriðju atkvæða.

    52.3. Verði jafnt í kosningum til inspectors scholae skulu atkvæði 5. bekkjar ráða úrslitum.

    52.4. Sé jafnt í kjöri til annarra embætta en inspector scholae skal endurkosning fara fram á næsta skólafundi. Áttundi kapítuli



Áttundi kapítuli:

Milliskólaviðburðir

  • 53. gr. MORFÍs

    53.1. Framtíðin er aðili að MORFÍs.

    53.2. Framtíðin skal halda uppi ræðuliði og bera kostnað af þjálfun þess. Ráða má þjálfara til að þjálfa lið Menntaskólans í Reykjavík.

  • 54. gr. MR - ví dagur

    54.1. Árlega skal haldinn MR-ví-dagur. Á MR-ví-deginum etja kappi nemendur Menntaskólans í Reykjavík og nemendur Verslunarskóla Íslands í hinum ýmsu greinum, svo sem í ræðuhaldi.

    54.2. Haldnar skulu forkeppnir til að ákveða hverjir skulu keppa fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Öllum nemendum Menntaskólans í Reykjavík er frjálst að taka þá í forkeppnunum.



Níundi kapítuli

Gildissvið

  • 55. gr. Gildi laganna

    55.1. Fyrstu grein og þessari grein þessara laga verður einungis breytt með fylgi meirihluta atkvæðisbærra félagsmanna Framtíðarinnar í skriflegri kosningu. Til þess að því komi þarf viðkomandi lagabreytingatillaga að hafa hlotið fylgi 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna á löglegum aðalfundi Framtíðarinnar. Lagabreytingar samþykktar í löglegum kosningum taka þegar gildi.

    55.2. Breytingar á öðrum greinum félagslaga Framtíðarinnar en þeim sem taldar voru upp í grein 52.1 verða einungis gerðar á löglegum aðalfundi og þannig að 2/3 hlutar félagsbundinna fundarmanna samþykki. Lagabreytingar samþykktar á löglegum aðalfundi taka þegar gildi.

    55.3. Þessum lögum ber að fylgja.


  • 999. gr. Leynifélag Framtíðarinnar

    999.1. Félagið nefnist Leynifélag Framtíðarinnar.

    999.2. Félagið skipa þrír til fimm „leynimakkarar“ sem skulu ríkja nafnlaust og í leyni. Verði upplýst um leynimakkara skal hann undir eins láta af embætti.

    999.3. Forseti Framtíðarinnar fær einn að vita hverjir skipa Leynifélagið. Er honum frjálst að tilkynna völdum embættismönnum stjórnskipun félagsins.

    999.4. Leynimakkrar skulu funda minnst tvisvar á ári á sérstökum leynifundum og skulu ályktanir funda auglýstar á veggjum skólans.