Fréttir

Heil og sæl og gleðilega hinseginviku. Í augnablikinu á félagslífið undir þungt högg að sækja en samt sem áður hefur Catamitus, hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík, tekist að skipuleggja hina dýrindisviku. Félagið Catamitus skipa Sædís Ósk Einarsdóttir (formaður), Gísli Garðar, Gabriella Sif Bjarnadóttir, Embla Waage, Viktoria Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ósk Sævarsdóttir. Dagskrána og fleiri upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Hér fyrir neðan er umfjöllun um hinsegin rými í MR á 19. öld, skrifuð í tilefni hinseginvikunnar!

Í ár mun leikfélagið Frúardagur setja upp sýninguna Dead Poets Society sem er byggð á kvikmynd að sama nafni. Sagan gerist árið 1959 og fjallar um nokkra nemendur í erfiðasta undirbúningsskóla á landinu — Welton-skólanum. Framtíð nemendanna hefur hefur öll ákveðin af foreldrum þeirra og fá þeir fátt að segja um hvert líf þeirra stefnir. Einn dag fá þau nýjan móðurmálskennara sem virðist vera algjör furðufugl en af honum læra þau að elta drauma sína og njóta lífsins til hins fyllsta.