Skráning í Sólbjart
Keppnishögun
- Ræða liðstjóra meðmælenda
- Ræða liðstjóra andmælenda
- Ræða frummælenda meðmælenda
- Ræða frummælenda andmælenda
- Ræða meðmælenda meðmælenda
- Ræða meðmælanda andmælenda
- Ræða stuðnigsmanns meðmælenda
- Ræða stuðningsmanns andmælenda
Hlé
- Ræða frummælenda meðmælenda
- Ræða frummælenda andmælenda
- Ræða meðmælenda meðmælenda
- Ræða meðmælanda andmælenda
- Ræða stuðnigsmanns meðmælenda
- Ræða stuðningsmanns andmælenda
Úrslit tilkynnt
Handbók Sólbjarts 2021
- Almennt
- Sólbjartur er ræðukeppni Framtíðarinnar. Öllum meðlimum félagsins er heimilt að taka þátt í keppninni, að MORFÍs-liði Menntaskólans í Reykjavík utanskildu.
- Keppnin er útsláttarkeppni. Í fyrstu umferð skal sitja hjá sá fjöldi liða sem þarf til að í annarri umferð standi eftir fjöldi liða sem er veldi af tveimur (t.d. 8 eða 16).
- Sólbjartslið
- Í hverju liði skulu sitja a.m.k. fjórir ræðumenn - liðsstjóri, frummælandi, meðmælandi, stuðningsmaður.
- Liðsstjóri
- Liðsstjóri sér um að kynna lið sitt í upphafi hverrar keppni. Liðstjóri sér um að halda utan um svarapakka liðsins og útbúa svör fyrir næstu ræður liðsfélaga sinna.
- Frummælandi
- Frummælandi fer með fyrstu ræðu liðsins, fyrir og eftir hlé
- Fyrri ræða frummælanda skal vera að minnsta kosti tvær mínútur, en ekki lengri en þrjár mínútur.
- Seinni ræða Frummælanda skal vera jafn löng og ræður meðmælenda og stuðningsmanna - 1-2 mín.
- Meðmælandi
- Meðmælandi flytur aðra ræðu liðsins, fyrir og eftir hlé.
- Æskilegt er að ræða meðmælenda sé á léttari nótum.
- Ræður meðmælanda skulu allar vera 1-2 min
- Stuðningsmaður
- Stuðningsmaður flytur seinustu ræður liðsins fyrir og eftir hlé.
- Ræður stuðningsmanns skulu allar vera 1-2 min.
- Varamaður
- Lið má hafa einn varamann, þó er það ekki nauðsyn.
- Varamanni er heimilt að hlaupa í skarð fyrir keppanda svo lengi sem liðið helst óbreytt út keppnina.
- Keppnishögun
- Hver ræða skal vera a.m.k. ein mínúta en ekki lengri en tvær, nema fyrri ræður frummælenda en þær skulu vera a.m.k. tvær mínútur en ekki lengri en þrjár.
- Framtíðarstjórn má velja fundarstjóra en ef lið eru ósátt með valið mega þau semja saman um fundarstjóra.
- Tímavörður Framtíðarinnar skal sjá um hlutverk tímavarðar á Sólbjartskeppnum en ef tímavörður forfellst er Framtíðarstjórn heimilt að kjósa nýjan tímavörð.
- Tímavörður skal sjá um að taka upp tíma hverrar ræðu og tilkynna lengd ræða til fundarstjóra þegar ræðu menna hafa lokið ræðum sínum.
- Dómarar
- Dómarar skulu vera þrír og valdir af Framtíðarstjórn en ef lið er ósátt með dómaravalið mega þau semja um dómara sín á milli.
- Dómarar skulu gefa hverjum keppenda einkunn á bilinu einn til tíu fyrir hvern eftirtalinna liða í hverri ræðu og fylla út þar til gert dómblað samkvæmt leiðbeiningum á bakhlið þess.
- Ræða (fjórfalt vægi)
- Svör og mótrök (þrefalt vægi)
- Málflutningur (fjórfalt vægi)
- Geðþóttastuðull (einfalt vægi)
- Skemmtanagildi (tvöfalt vægi)
- Ekki skal gefa fyrir lið ii. í framsöguræðum. Hver dómari deilir með þremur í stigafjölda hverrar ræðu.
- Dómarar skulu víkja afsíðis í hléi og gæta þess að láta ekkert utanaðkomandi hafa áhrif á dómgreind sína, né skulu þeir hafa áhrif á meðdómendu sína.
- Fundarstjóri á að safna saman og varðveita blöð dómara og koma þeim til stjórnar Framtíðarinnar. Óski keppnislið eftir því á fundarstjóri að leyfa þeim að yfirfara dómblöð á fundarstað.
- Oddadómari skal tilkynna úrslit þegar dómarar hafa komið sér að niðurstöðu.